Fréttasafn



  • Naust Marine - D vottun

15. jan. 2013

Naust Marine hlýtur D-vottun

Naust Marine hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar

Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari. Í því fer fyrirtækið í gegn um stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind með það að markmiði að auka framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Naust Marine var stofnað árið 1993, upp úr fyrirtækinu Rafboða. Síðan þá hefur það vaxið jafnt og þétt og starfsemin orðið sífellt umfangsmeiri.

Fyrirtækið er leiðandi í þróun og framleiðslu stjórnbúnaðar í fiskiskip. Það hefur sérhæft sig í stjórnun rafknúinna togvinda og er nú einn helsti framleiðandi stýribúnaðar fyrir rafknúnar togvindur í heiminum. Helsta framleiðsluvara fyrirtækisins til þessa er sjálfvirka togvindustjórnkerfið ATW CatchControl en það er nú í notkun í hátt í 100 togurum sem gerðir eru út um allan heim. Einnig  framleiðir Naust Marine AUTO GEN kerfi sem stjórna álagi og samræma kraft rafala, rafdrifin vírastýri og sjálfvirk eftirlitskerfi fyrir iðnað.