Fréttasafn  • Lög

9. jan. 2013

Samantekt yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman yfirlit yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum sem samtökin hafa látið sig varða. Lögin voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jól.
 

1.      Lög um opinberan stuðning við vísindarannsóknir (sameining og skipulag sjóða, markáætlun o.fl. http://www.althingi.is/altext/141/s/0808.html

Markmiðið með lögunum er að efla vísindarannsóknir og vísindamenntun á Íslandi og veita markáætlun á sviði vísinda og tækni lagastoð. Meðal helstu breytinga og nýjunga er að Rannsóknasjóður og Rannsóknarnámssjóður eru sameinaðir. Heiti Tækjasjóðs er breytt í Innviðasjóð, hlutverk hans útvíkkað og fagráði Innviðasjóðs komið á fót. Formaður vísindanefndar Vísinda- og tækniráðs verði ekki jafnframt formaður stjórna Rannsóknasjóðs  Umsögn SI:

http://www.si.is/media/logfraedileg-malefni/nr.-03-2003-198-mal-.pdf

 

2.      Lög um breytingu á lögum nr. 70/2012, um loftlagsmál (skráningakerfi losunarheimilda)  http://www.althingi.is/altext/141/s/0887.html

Með lögunum er verið að setja lagastoð fyrir innleiðingu á hluta ákvæða reglugerðar ESB um viðskiptakerfi með losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda. Útfærð er lagastoð fyrir innleiðingu reglna EES-samningsins um uppboð losunarheimilda frá og með árinu 2012 og ákvæði sem geta falið í sér íþyngjandi ákvarðanir varðandi reikninga í skráningarkerfi losunarheimilda. Auk þess eru gerðar minni háttar breytingar.