Fréttasafn



  • Nýbyggingar

12. júl. 2010

Styðjast sveitafélög við innkaupareglur?

 

Samtök iðnaðarins sendu Samgöngu og sveitastjórnarráðherra bréf nú á vormánuðum þar sem vakin var athygli á misbresti sveitafélaga við að fylgja lögum um opinber innkaup nr. 84/2007. Til áréttingar var bent á verklag Flóahrepps við útboð á skólabyggingu.

Í kjölfar þess hyggst ráðuneytið kanna hvort ástæða sé til að gera heildstæða úttekt á því hvort sveitafélög landsins hafi sett sér innkaupareglur samkvæmt 3. málsl. 2. mgr. 19. gr. laga um opinber innkaup.

SI fagna þessari úttekt og telja hana löngu tímabæra. Einnig fagna SI því að ráðuneytið hafi óskað eftir skýringum Flóahrepps á verklagi varðandi umrætt útboð.

Nú á þessum erfiðu tímum leggja SI mikla áherslu á að þeir aðilar sem standa fyrir útboðum fylgi þeim leikreglum sem kveðið er á um.