• erlendur2

21. feb. 2013

Erlendur Steinn Guðnason tekur við framkvæmdastjórastarfinu af Svönu Helen Björnsdóttur

Erlendur Steinn Guðnason hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hugbúnaðar- og ráðgjafarfyrirtækisins Stika. Erlendur tekur við starfinu af Svönu Helen Björnsdóttur sem tekið hefur sæti sem starfandi stjórnarformaður Stika.

Erlendur Steinn er tölvunarfræðingur að mennt. Hann starfaði frá 2002 til 2012 hjá Símanum, m.a. sem forstöðumaður fastlínukerfa, forstöðumaður virðsaukandi kerfa, forstöðumaður þróunar og forstöðumaður tæknideildar gagnasviðs. Hann sá einnig um framkvæmd við þróun fyrsta þjónustuvers CCP á Íslandi við leikinn Eve Online.

Árið 2000 stofnaði Erlendur fyrirtækið Íslandsvefi sem sérhæfði sig í að einfalda og hámarka þekkingarstjórnun hjá fyrirtækjum og var framkvæmdastjóri þess. Erlendur var í stjórn Öyggismiðstöðvarinnar tímabilið 2010-2011 og er núverandi stjórnarformaður Spretts.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.