• Borgartún 35

Í kjöri til stjórnar Samtaka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 14. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fjögur almenn stjórnarsæti. Rafræn kosning fer fram dagana 28. febrúar til hádegis 13. mars.

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 14. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fjögur almenn stjórnarsæti.

Rafræn kosning fer fram dagana 28. febrúar til hádegis 13. mars. Félagsmenn fá sendar nánari upplýsingar og lykilorð.

Framboðsfrestur rann út 15. febrúar og bárust eftirfarandi framboð.

Í kjöri til formanns SI

Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika

Svana-Helen2013„Ég er verkfræðingur og rekstur eigin hátæknifyrirtækis í yfir 20 ár hefur kennt mér margt um íslenskan iðnað og rekstrarskilyrði hans hér á landi. Í samstarfi við innlenda og erlenda aðila hefur mér lærst að það eru mörg tækifæri til nýsköpunar og verðmætasköpunar í íslenskum iðnaði. Sem formaður SI mun ég beita mér fyrir því að íslenskum fyrirtækjum séu tryggð samkeppnishæf rekstrarskilyrði í alþjóðlegum samanburði. Ég vil að samtökin séu virk í mótun atvinnustefnu til langs tíma og stuðli að jafnræði atvinnugreina. Menntakerfið þarf að slá taktinn með atvinnulífinu og kveikja þarf áhuga ungs fólks á raunvísindum og tækni snemma í grunnskóla. Efla þarf verk- og tækninám til mikilla muna. Ég vil sjá nýsköpun sem víðast og þvert á hefðbundnar atvinnugreinar með þátttöku erlendra fjárfesta. Við verðmætasköpun í samfélagi okkar þarf að fara saman hugvit, verkvit og siðvit. Skapa þarf vel launuð störf til langframa. Mikilvægt er að fyrirtækjum í alþjóðlegum vexti sé gert kleift að hafa höfuðstöðvar sínar á Íslandi. Bæta þarf hagtölugerð um íslenskan iðnað með það fyrir augum að greina betur verðmætasköpun og útflutning. Áhugamál: Nýsköpun, frumkvöðlafræði, íþróttir, skútusiglingar og argentínskur tangó.”

Í kjöri til stjórnar SI

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

Andri-Thor2013„Ég vil hafa áhrif á gang mála hjá SI. Ég tel að starfið megi gera markvissara. Rödd iðnaðarins þarf að heyrast hátt og skýrt og starfsumhverfi þarf að bæta sérstaklega með tilliti til vaxtastigs og gjaldmiðils. Áhugamál: Þau eiga það sammerkt að snúast um útiveru og eru helst fjallganga, golf, veiði og skíði.” 

 

 

 

Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Kjörís

Gudrun2013„Ég hef setið í stjórn Samtaka iðnaðarins síðan í mars 2011. Það hefur verið einkar ánægjulegt að hafa fengið tækifæri til að kynnast enn betur en áður fjölbreytileika íslensks iðnaðar og það hefur fyllt mig þeirri vissu að tækifæri okkar og möguleikar eru gríðarlegir ef til framtíðar er horft. Alla tíð hefur framleiðsla hvers konar vakið sérstakan áhuga minn enda tel ég að innlend framleiðsla og iðnaður muni skipta sköpum og gegna lykilhlutverki fyrir íslenskt samfélag til framtíðar litið. Eins og aðrir Íslendingar er ég afar stolt af íslenskum fyrirtækjum. Ég vil sjá íslenskan iðnað vaxa og eflast í sátt við umhverfi og samfélag. Til þess að svo geti orðið þarf að standa vörð um hagsmuni íslensks iðnaðar og gæta þess að íslensk fyrirtæki starfi á jafnréttisgrunni óháð staðsetningu og starfsemi. Ég óska eftir umboði félagsmanna til áframhaldandi stjórnarsetu og býðst til þess að taka þátt í eflingu íslensks iðnaðar með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.”

Halldór Einarsson, framkvæmdastjóri Henson

Halldor2013„Ég hef notið þeirrar ánægju að reka iðnfyrirtækið HENSON í yfir fjörutíu ár þar sem hráefni er umbreytt í söluvöru. Hver dagur er áskorun og vöruþróun stöðug og spennandi. Með framboði mínu til stjórnar SI vil ég miðla viðhorfum þeirra sem starfa í meðalstóru fyrirtæki á opnum markaði. Að undanförnu hefur mikil áhersla verið lögð á fjárfestingar í stóriðju en menn gleyma því gjarnan að 95% fyrirtækja eru lítil og meðalstór. Innan slíkra fyrirtækja eru nýsköpun, fjárfestingar og ný störf sá slagkraftur sem atvinnulífið þarf á að halda. Áhugamál: vinnan, íþróttir, listmálun og tónlist.”

Jón Gunnar Jónsson, framkvæmdastjóri Actavis

Jon-Gunnar2013„Ég hef gegnt stjórnunarstarfi í iðnfyrirtækjum í 25 ár. Fyrst sem framleiðslustjóri Sláturfélags Suðurlands, síðan sem framkvæmdastjóri hjá Alcan, bæði hér heima og erlendis, og nú síðast sem framkvæmdastjóri Actavis ehf.

Við fengum á sínum tíma kjötiðnaðarfyrirtæki til að sam¬einast undir hatti Félags íslenskra iðnrekenda (forvera SI) og ég tel samstöðu og samtakamátt íslenskra iðn¬fyrirtækja skipta miklu máli í allri hagsmunabaráttu. Ástæðan fyrir framboði til stjórnar Samtakanna er áhugi á að leggja mitt af mörkum til þess góða starfs sem Samtökin vinna. Það verður að tryggja iðnfyrirtækjum raunhæfan rekstrargrundvöll og stuðla með öllum til¬tækum ráðum að samkeppnishæfni þeirra til framtíðar. Aðlögun menntakerfisins að þörfum atvinnulífsins er mér þar sérstaklega hugleikin. Einnig að „leikreglurnar“ sem stjórnvöld setja séu sanngjarnar. Áhugamál: Siglingar, skíði og útivist almennt ásamt hlaupum (m.a. maraþoni) til að halda mér í góðu formi.”

Kolbeinn Kolbeinsson, framkvæmdastjóri Ístaks

Kolbeinn2013„Starfsskilyrði íslensks iðnaðar hafa versnað hin síðustu ár. Þessari þróun verður að snúa við. Íslenskur iðnaður þarf að beita sér í þjóðfélagsumræðunni og beina henni úr þrátefli og í lausnir. Ég er málsvari þess að koma af stað atvinnuskapandi og arðbærum verkefnum, jafnt smáum sem stórum, með aðkomu innlendra og erlendra fjárfesta. Íslenskum iðnaði þarf að tryggja jafnara og samkeppnishæfara starfsumhverfi í alþjóðlegum samanburði. Sérstaklega hef ég áhuga á að stuðla að heilbrigðara starfsumhverfi fyrir mannvirkjagerð hér á landi, á öllum stigum framkvæmda og undirbúningi þeirra. Þá tel ég nauðsynlegt að samtök okkar hafi forystu í að efla tæknimenntun og rannsóknir hér á landi, enda aðrir ekki líklegir til þess. Áhugamál: Mannvirkjagerð, menntamál og allt sem gefur lífinu gildi.” 

Ragnar Guðmundsson, forstjóri Norðuráls

Ragnar2013„Ég býð fram krafta mína til stjórnarsetu hjá SI með það að markmiði að bæta rekstrarumhverfi íslenskra fyrirtækja og efla samstarf milli atvinnugreina. Tæki¬færin eru til staðar fyrir Samtökin að vera í forystu um framfarir og leita leiða til að auka framleiðni í íslensku atvinnulífi. Í því sambandi eru menntunarmál, gæðavottanir og aukin rafræn viðskipti mér hugleikin. Þá lít ég svo á að gagnlegt sé að áliðnaðurinn, sem ég hef starfað við síðastliðin 15 ár, eigi fulltrúa í stjórn SI.

Ennfremur tel ég mikilvægt að íslensk iðnfyrirtæki standi saman og berjist gegn sífellt auknum álögum hins opinbera. Nú er brýnt að mynda samstöðu og standa vörð um eðlilegt rekstrarumhverfi fyrirtækjanna. Að því markmiði á stjórn SI að stefna. Ég er menntaður viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og með MBA gráðu frá McGill University í Kanada. Við hjónin eigum fjögur börn á aldrinum 2-14 ára og með þeim ver ég flestum mínum frístundum. Áhugamál: Þegar tækifæri gefst spila ég gjarnan golf og í bíl¬skúr¬num stendur lítið notað mótorhjól.” 

KJÓSA HÉR