Fréttasafn  • Vilborg-og-kaka-arsins

22. feb. 2013

Kaka ársins komin í bakarí

Kaka ársins 2013 er kynnt í bakaríum innan Landssambands bakarameistara nú um helgina. Höfundur kökunnar, sem nefnist Rjómakókosdraumur, er Stefán Hrafn Sigfússon, bakari. Höfundurinn og Jóhannes Felixson, formaður Landssambands bakarameistara, afhentu Vilborgu Örnu Gissurardóttur, pólfara, fyrstu kökuna á samkomu sem vinir Vilborgar héldu henni til heiðurs á Kex hosteli í gærkvöld.