Fréttasafn



  • framurskarandi_fyrirtaeki

8. feb. 2013

Fjölmörg iðnfyrirtæki á lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki

Framúrskarandi fyrirtæki ársins voru verðlaunuð í gær, en verðlaunin byggja á greiningu Creditinfo um styrk- og stöðugleika fyrirtækja miðað við ýmsar lykiltölur og breytur.

Medis hf. fékk viðurkenningu fyrir að vera í efsta sæti á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2012 og tók Valur Ragnarsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins við viðurkenningunni úr hendi fjármálaráðherra, Katrínar Júlíusdóttur.

Kælismiðjan Frost fékk viðurkenningu fyrir að hafa hækkað mest á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki síðastliðin þrjú ár, en fyrirtækið er núna í 54. sæti á listanum.

Þá fékk Alefli viðurkenningu fyrir að hafa náð bestum árangri á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki í þeirri atvinnugrein sem Creditinfo telur hafa búið við erfiðustu rekstrarskilyrði síðustu ár, þ.e. byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Fyrirtækið er í 241 sæti á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2012.

Af rúmlega 32 þúsund fyrirtækjum sem skráð í hlutafélagaskrá sýna 358 fyrirtæki þann styrk í mælingum Creditinfo að verðskulda viðurkenninguna Framúrskarandi fyrirtæki. Það er ánægjulegt að sjá hve mörg iðnfyrirtæki og félagsmenn SI eru á listanum en auk þessara þriggja má nefna Actavis, Axis-húsgögn, Árvirkjann, Bústólpa, CCP, Endurvinnsluna, Ferskar kjötvörur, Fossvélar, Frostmark, G. Skúlason Vélaverkstæði, GoPro, Gæaðabakstur, Hampiðjuna, Héðinn, Héraðsprent, Hitastýringu, Hugvit, Iðnmark, ISS, ÍSAGA, Ísloft, Ístex, Kaffitár, Kaupfélag Skagfirðinga, Kjarnavörur, Kornax, LS Retail, Marel, Málningu, Málmsteypu Þorgríms Jónssonar, Microsoft Ísland, Naust Marine,Prenttækni, Promens, Rafeyri, Rafstjórn, Rafvirki, Ragnar Björnsson, Rio Tinto Alcan á Íslandi, Samey, Sláturfélag Suðurlands, Sláturhúsið Hellu, SR-Vélaverkstæði, Steinull, Stjörnu-Odda, Tannsmíðaverkstæðið, Tengil, Trefjar, Trésmiðjuna Rein, Trétak, Tréverk, Umslag, Vaka fiskeldiskerfi, Vegamálun og Össur.

Á heimasíðu Creditinfo segir að eftirfarandi upplýsingar séu lagðar til grundvallar á mati um hvort fyrirtæki uppfylli skilyrði styrkleikamatsins:

·         að hafa skilað ársreikningum til RSK 2009 til 2011

·         minna en 0,5% líkur á alvarlegum vanskilum

·         að sýna jákvæðan rekstrarhagnað (EBIT) þrjú ár í röð

·         að ársniðurstaða sé jákvæð þrjú ár í röð

·         eignir séu 80 milljónir eða meira árin 2009 - 2011

·         að eigið fé sé 20% eða meira, rekstrarárin 2009 til 2011

·         að vera með skráðan framkvæmdastjóra og stjórnarmenn í hlutafélagaskrá

·         að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo