Fréttasafn



  • MENTISCURA_LOGO

13. ágú. 2013

Mentis Cura gerir samkomulag við kínverskt hátæknisjúkrahús

Íslenska rannsóknarfyrirtækið Mentis Cura hefur gert samkomulag við kínverska hátæknisjúkrahúsið WanJia Yuan International Geriatric Hospital um að sjúkrahúsið noti hugbúnað fyrirtækisins við greiningu á Alzheimer og öðrum heilabilunarsjúkdómum. Einnig mun félagið verða leiðandi samstarfsaðili í tengslum við klínískar rannsóknir.

WanJiaYuan International Geriatric Hospital er fyrsta sjúkrahús Kína sem sérhæfir sig í öldrunarsjúkdómum, þar á meðal Alzheimer. Sjúkrahúsið á sér enga hliðstæðu í heiminum þar sem um er að ræða hátæknisjúkrahús með 1.200 rúmum, þar á meðal 400 fyrir Alzheimers sjúklinga, að því er fram kemur í tilkynningu. Verður það stærsta öldrunarsjúkrahús í Kína. Til samanburðar eru 8 rúm á Íslandi og um 30 á Karolinska spítalanum í Stokkhólmi frátekin fyrir Alzheimer sjúklinga.

Um eitt hundrað alþjóðlegir sérfræðingar munu starfa innan spítalann sem verður leiðandi í rannsóknum sem tengjast þessum erfiðu sjúkdómum. Meðal sérfræðinga má nefna dr. Bengt Winblad, en hann hefur starfað sem prófessor hjá Karolinska sjúkrahúsinu síðustu 18 ár og hefur birt fleiri vísindagreinar um Alzheimer en nokkur annar starfandi vísindamaður.

Samningur Menits Cura og kínverska sjúkrahússins er ekki síst tilkominn vegna samstarfs Mentis Cura við Stockholm Brain Institute, sem íslenska fyrirtækinu var nýlega boðið að verða meðlimur í.  En SBI er fjármagnað af sænska ríkinu til að leiða saman helstu sérfræðinga Svíþjóðar til að vinna að framförum á sviði vísinda og rannsókna í tengslum við Alzheimer og aðra hrörnurnsjúkdóma. Innan SBI starfa Stockholm University, Royal Institute of Technology og Karólínska sjúkrahúsið. Karólinska er ein þekktasta rannsóknarstofnun veraldar þegar kemur að Alzheimer.