Fréttasafn



10. mar. 2016

Guðrún endurkjörin formaður SI

Guðrún Hafsteinsdóttir endurkjörin formaður SI

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag var Guðrún Hafsteinsdóttir, Kjörís, endurkjörin formaður með 95% greiddra atkvæða. Guðrún verður því formaður samtakanna fram að Iðnþingi 2017.

Kosningaþátttaka var 85,9%.

Alls gáfu átta kost á sér til almennrar stjórnarsetu. Kosið var um fimm sæti og hlutu þessi flest atkvæði: Agnes Ósk Guðjónsdóttir GK snyrtistofa, Árni Sigurjónsson Marel hf., Guðrún Jónsdóttir Héðinn hf., Egill Jónsson Össur hf., Eyjólfur Árni Rafnsson Mannvit hf.

Fyrir í stjórn samtakanna eru Gylfi Gíslason JÁVERK ehf., Katrín Pétursdóttir Lýsi hf., Lárus Jónsson Rafþjónustan slf. og Ragnar Guðmundsson Norðurál ehf.