Fréttasafn



17. mar. 2016 Almennar fréttir

Fagfólkið - Stuttir og skemmtilegir þættir

Á næstu mánuðum verða vikulega til sýningar stutt og skemmtileg myndskeið á mbl.is. Þættirnir heita Fagfólkið. Farið er inn í fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum þar sem rætt verður við einstaklinga í áhugaverðum störfum. Þá er veitt innsýn í lífið eftir vinnu þar sem við fáum að fylgjast með hvað fagfólkið hefur fyrir stafni eftir að vinnudegi lýkur. 

Búið að birta tvo þætti. Í fyrsta þættinu kynnumst við orkutæknifræðingnum Gunnari Óla Sigurðssyni sem starfar hjá Mannviti en kemur jafnframt fram sem töframaður í frístundum sínum. Í þessari viku var heilsað upp á rafmagnsverkfræðinginn Eyrúnu Linnet sem starfar í Álverinu í Straumsvík og saumar þjóðbúninga í frístundum sínum.

Íslenskur iðnaður hefur vaxið í fjölmargar áttir og fyrirtækin starfa á fjölbreyttum vettvangi. Til að ná að draga upp heildstæða mynd af umhverfinu verður talað við töluverðan fjölda fólks en alls verða þættirnir 42 talsins. Verkefnið er liður í að sýna fjölbreytileika starfa í iðnaði, verðmætin og gott líf sem þau skapa fyrir samfélag og einstaklinga.Fag2

Hér má nálgast þættina:
Töfrandi orkutæknifræðingur
Rafmagnið dygði Manchesterborg