Útflutningsverkefni - umsóknarfrestur til 14. október
Útflutningsverkefnið (ÚH) er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði. Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og hver og einn er búinn undir að hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd.
ÚH verkefninu er skipt í tvo hluta. Í fyrri hluta verkefnisins er áherslan á gerð markaðs- og aðgerðaráætlunar fyrir þá vöru eða þjónustu sem á að markaðsetja. Þá er unnið að gerð sérsniðinnar verkfærakistu fyrir hvern og einn, en hún samanstendur af mikilvægri þekkingu og gögnum fyrir erlenda markaðsetningu. Unnið er tvo daga í mánuði yfir átta mánaða tímabil.
Seinni hluti verkefnisins er valkvæður en þá nýta þátttakendur sér þegar unnar áætlanir um markaðsetningu á fyrirfram skilgreindan markað erlendis. Reynt er að afla viðskiptasambanda og koma á samstarfi erlendis með aðstoð ráðgjafa á viðkomandi markaði.
Kostnaður við þátttöku í fyrri hluta verkefnisins er 450.000 kr. sem greiddur er með þremur jöfnum greiðslum. Innifalið er öll aðkeypt sérfræðiþjónusta á sameiginlegum vinnufundum, persónuleg ráðgjöf á milli funda ásamt öllum fundarkostnaði, þar með töldum gistikostnaði vegna þeirra þriggja funda sem haldnir er úti á landi. Seinni hluti verkefnisins kostar 150.000 kr.
ÚH verkefnið hefst 23. október og er umsóknarfrestur til 14. október en fjöldi þátttakenda í hverju verkefni er takmarkaður við 10. Mikil eftirspurn er á hverju ári eftir sæti í ÚH og eru þeir sem hafa hug á að sækja um hvattir til að gera það sem fyrst en umsóknareyðublað má finna hér.
Þeir sem vilja geta fengið fund þar sem farið er betur yfir málin en allar nánari upplýsingar veitir Andri Marteinsson, andri@islandsstofa.is
Íslandsstofa stendur fyrir ÚH verkefninu í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð og Félag kvenna í atvinnnulífinu.