Fréttasafn



  • datamarket

19. sep. 2012

DataMarket með kynningu í Hvíta húsinu

Íslenska fyrirtækinu DataMarket hefur verið boðið, ásamt völdum nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum, að kynna nýjan hugbúnað í Hvíta húsinu 1. október nk. Hugbúnaður DataMarket getur safnað saman öllum upplýsingum um orkumál í Bandaríkjunum á eina vefgátt og var forritaður að beiðni Hvíta hússins.

Kynningin verður send beint út á vefsíðu Hvíta hússins og hefst kl. 8.30.