Fréttasafn



  • Borgartún 35

24. sep. 2012

Gagnagrunnur um umhverfis- og vinnuverndarlöggjöf

Aðilar í Samtökum iðnaðarins geta fengið aðgang að gagnagrunni um lagakröfur á sviði umhverfismála og vinnuverndar.

Aðgangur að grunninum auðveldar fyrirtækjum að hafa yfirsýn yfir lög og reglur er varða þeirra rekstur. Dregin eru fram atriði sem varða iðnfyrirtæki sérstaklega og þau sett fram á aðgengilegan hátt. Boðið er uppá leit í grunninum sem auðveldar fyrirtækjum að finna kröfur sem varða ákveðin mál.

Breytingar eru vaktaðar og áskrifendum þannig auðveldað að fylgjast með nýjum kröfum og breyttum reglum. Tvisvar á ári er sent yfirlit yfir breytingar sem orðið hafa á löggjöfinni. Þetta hentar meðal annars þeim sem eru með virka umhverfisstjórnun og rýna reglulega kröfur á sviði umhverfis- og öryggismála. VSÓ Ráðgjöf rekur grunninn og sér um að viðhalda gögnum og uppfæra þau reglulega. Nokkur fjöldi fyrirtækja nýtir sér þjónstuna nú þegar og vel er látið af henni.

Aðildarfyrirtæki SI, sem vilja nýta þessa þjónustu, er bent á að hafa samband við Bryndísi Skúladóttir, bryndis@si.is.