Vinnuverndarvika á Íslandi 22.-26. október
Evrópska vinnuverndarstofnunin í Bilbao á Spáni stendur fyrir þessu sameiginlega átaki Evrópuþjóða í seinni hluta október ár hvert. Markmiðið er að vekja athygli fólks á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu með áherslu á heilsufarslegan og fjárhagslegan hagnað af markvissu vinnuverndarstarfi. Starfshópur, skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins, sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi. Dagskrá ráðstefnunnar á Grand Hótel verður auglýst þegar nær dregur.
Á vef Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar er að finna talsvert af útgefnu fræðsluefni um vinnuvernd en nánari upplýsingar er að finna á íslenskri upplýsingasíðu stofnunarinnar:
Fræðsluefni á íslensku er að finna hér