Leiðrétting vegna greinar í Morgunblaðinu 13. september
Í grein eftir formann Bændasamtaka Íslands í Morgunblaðinu á laugardaginn fjallar hann um verðhækkanir á ýmsum matvælum. Þar telur hann meðal annars að verð á brauði og kökum hafi hækkað um 74% frá bankahruni. Þessar upplýsingar eiga ekki stoð í raunveruleikanum. Samkvæmt upplýsingum á vef Hagstofunnar hefur verð á brauði og kornvörum hækkað um 32,5%, sé miðað við október 2008, og verð á sætabrauði og kökum um 40,1% þrátt fyrir að vörugjald hafi lagst á kökur á tímabilinu.