Fréttasafn



2. sep. 2014

Viðurkenning fyrir snyrtilega lóð

Fyrirtækið Þykkvabæjar hlaut viðurkenningu Garðabæjar fyrir snyrtilegustu lóð fyrirtækis eða stofnunar þann 23. júlí.

Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu viðurkenninguna við hátíðlega athöfn á Garðatorgi.

Í umsögn dómnefndar er tekið fram að lóð fyrirtækisins sé sérstaklega snyrtileg og með fallegum gróðri, ekki bara á framlóð, heldur allt umhverfis húsnæði fyrirtækisins og að starfsfólki hljóti að líða vel í svo snyrtilegu umhverfi. Byggingarár hússins 1999.