Fréttasafn



27. nóv. 2014

Nýr kjarasamningur SÍK og FÍL samþykktur einróma

Kjarasamningur milli SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og FÍL – Félag íslenskra leikara var undirritaður 12. nóvember s.l. með fyrirvara um samþykki aðildarfélaga. Í nýafstaðinni atkvæðagreiðslu samþykktu aðildarfélög SÍK nýjan samning einróma. Svörun var 50% og hlutfall greiddra atkvæða út frá atkvæðamagni 91%.

SÍK hefur ítrekað bent á að það er ólöglegt að gera samninga um verktöku milli lögaðila. Nýr samningur fjallar því um tímabundna ráðningu leikara sem launþega með hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpi. Aðildarfélög SÍK eru eindregið hvött til að kynna sér efni samningsins og þau tækifæri sem í honum felast við breytingar á ráðningarhlutfalli leikara.