Fréttasafn



17. des. 2014

Magnús Oddsson kjörinn nýr formaður SHI

Aðalfundurinn Samtaka heilbrigðisiðnaðarins var haldinn 3. desember í Húsi atvinnulífsins. Magnús Oddsson, Össuri var kjörinn nýr formaður en hann tekur við formennsku af Jóni Valgeirssyni. Aðrir í stjórn kosnir til tveggja ára, Árni Þór Árnason, Oxymap ehf., Garðar Þorvarðsson, Kvikna ehf., til eins árs, Sveinbjörn Höskuldsson, Nox Medical ehf., Jón Gunnar Jónsson, Actavis á Íslandi hf., og í varastjórn til eins árs, Baldur Þorgilsson, Kine ehf. Og Hákon Sigurhansson, EMR ehf / TM-Software.

Undir liðnum önnur mál voru fluttu Ingvar Hjálmarsson, markaðsstjóri Nox Medical og Garðar Þorvarðsson, framkvæmdastjóri Kvikna Medical erindi um markaðs- og sölustarf fyrirtækjanna í Bandaríkjunum.

Skýrsla stjórnar 2014