Fréttasafn9. des. 2014

Mentor tilnefnt til BETT-verðlauna 2015

Mentor er tilnefnt til BETT verðlauna í flokkinum "International Digital Education resource” en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi veflausnir sem náð hafa árangri á alþjóðavísu.

BETT verðlaunin eru ein eftirsóttasta viðurkenning sem hugbúnaðarfyrirtæki geta fengið í menntageiranum. Að sögn dómnefndar hefur þátttakendum fjölgað umtalsvert á milli ára auk þess sem gæði lausnanna hafa aukist, sem gerir valið til tilnefninga æ erfiðara.

Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors, er að vonum ánægð með fréttirnar:

„Það er okkur mikill heiður að vera tilnefnd til þessara verðlauna enda samkeppnin gríðarleg. Að baki er mikil vinna og við leggjum allt kapp á að verða leiðandi fyrirtæki í námskrármiðuðum veflausnum fyrir skólastarf í heiminum. Þessi tilnefning er kærkomin viðurkenning á því sem við höfum þegar áorkað“.

Tilkynnt verður hverjir muni hljóta verðlaunin á BETT sýningunni í London, á sérstakri verðlaunaafhendingu, að kvöldi miðvikudagsins 21. janúar 2015.