Fréttasafn



20. nóv. 2014

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hlýtur C - vottun

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars ehf. hefur staðist úttekt á öðru þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið C-vottun.

C-vottun SI staðfestir að reksturinn er í góðum höndum, studdur með öflugu verkbókhaldi, góðri skipulagningu og með mikla sérstöðu varðandi áherslur í öryggis- og heilbrigðismálum.

Byggingarfélag Gylfa og Gunnars (BYGG) var stofnað árið 1984 af þeim Gylfa Ómari Héðinssyni múrarameistara og Gunnari Þorlákssyni húsasmíðameistara.

Byggingarfélagið hefur á undanförnum árum byggt yfir 2.400 íbúðir á almennum markaði, einnig fyrir félag eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi.

Félagið hefur einnig byggt tugþúsundir fermetra af atvinnuhúsnæði og hefur sérhæft sig í leigu á skrifstofu og verslunarhúsnæði.

Fyrirtækið hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir fallega hönnuð hús og frágang lóða.

Hjá fyrirtækinu starfa nú um 160 manns og fjöldi undirverktaka.

Fyrirtækið starfar á öllum sviðum er snúa að byggingastarfsemi.