10% fækkun titla, 59,1% af bókatitlum prentaðir hér á landi
Bókasamband Íslands gerði könnun á prentstað íslenskra bóka í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2014. Fjöldi titla prentaðir hér á landi eru 377, fækkar um 64 frá fyrra ári en sem hlutfall af heild dregst það lítillega saman milli ára 59,1% í ár en árið 2013 62,6%.
Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 638 í Bókatíðindunum en var 704 árið 2013 sem er um 10% fækkun titla.
Skoðað var hlutfall prentunar innanlands og erlendis eftir flokkum. Fram kemur að stór hluti barnabóka er prentaður erlendis m.a. vegna þess að samprent er algengt í útgáfu barnabóka.
-
Fræðibækur, bækur almenns efnis og listir eru 172; 113 (66%) eru prentaðar á hér á landi og 59 (34%) erlendis.
-
Skáldverk, íslensk og þýdd, eru 170; 148 (87%) prentuð hér á landi og 22 (13%) erlendis.
-
Saga, ættfræði, ævisögur, handbækur, matur og drykkur eru 107; 51 (48%) prentaðar hérlendis og 56 (52%) erlendis.
-
Barnabækur, íslenskar og þýddar, eru 189; 65 (34%) prentaðar hér á landi og 124 (66%) erlendis.
Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverju landi og hlutfall af heild. Til samanburðar eru tölur fyrir árið 2013:
2014 Fjöldi titla % Ísland 377 59,1Evrópa 146 22,9Asía 115 18,0Samtals 638 100% |
2013 Fjöldi titla % Ísland 441 62,6Evrópa 137 19,5 Asía 126 17,9 Samtals 704 100% |