Fréttasafn13. maí 2015 Iðnaður og hugverk

Matvælalandið Ísland: Útflutningur - til mikils að vinna

Samstarfsvettvangur um Matvælalandið Ísland býður til opinnar ráðstefnu um tækifæri í útflutningi matvæla fimmtudaginn 21. maí á Hótel Sögu kl. 12:00-15:45. Meistarakokkar Grillsins munu í upphafi ráðstefnunnar reiða fram kræsingar úr íslensku hráefni. Keppendur í Ecotrophelia-keppninni, sem snýr að vistvænni nýsköpun matvæla, sýna hvað þeir hafa fram að bjóða.

Að samstarfinu standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Bændasamtök Íslands, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferðaþjónustunnar,  Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Samtök iðnaðarins og fyrirtæki í þessum samtökum. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Útflutningur – til mikils að vinna .Ráðstefnunni er ætlað að vekja athygli á tækifærum til aukinnar verðmætasköpunar í matvælageiranum með útflutningi, miðla reynslu og hvetja þannig fleiri til að vinna með markvissum hætti að því að sækja á erlendan markað með matvælaafurðir.

Dagskrá og skráning