Fréttasafn21. maí 2015 Starfsumhverfi

Um meintar rangfærslur SA í samningaviðræðum við Flóabandalagið, VR og LÍV

Síðastliðinn föstudag, þann 15. maí, lögðu Samtök atvinnulífsins fram skriflega tillögu gagnvart Flóabandalaginu og VR um tilteknar breytingar á vinnutímaákvæðum kjarasamninga og hækkanir launa og launataxta gegn þeim breytingum. Þessar tillögur eru settar fram til að gera SA kleift að koma að einhverju leyti til móts við miklar kröfur verkalýðsfélaganna um launahækkanir í yfirstandandi samningalotu. Tillögur SA eru einnig þess eðlis að þær mæta kröfum um aukið vægi grunnlauna í heildarlaunum og fela þannig í sér meiri ávinning til þeirra sem taka laun samkvæmt launatöxtum og þeirra sem ekki fá álagsgreiðslur í sínum reglulegu launum.

Hugmyndum SA um breytingar á vinnutímaákvæðum má skipta í þrennt. Sjá nánar á vef SA