Fréttasafn20. maí 2015 Mannvirki

Tryggvi Jónsson endurkjörinn formaður FRV

Aðalfundur Félags ráðgjafarverkfræðinga fór fram í síðustu viku. Á fundinum var Tryggvi Jónsson Mannviti endurkjörinn formaður félagsins og Magnús Kristbergsson VJI var einnig kosinn í stjórn félagsins. Fyrir í stjórn voru þeir Arinbjörn Friðriksson Eflu, Guðjón Jónsson VSÓ, og Bjarni Gunnarsson Hnit.

Á fundinum flutti Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins erindi þar sem fjallað var annars vegar um þær skipulagsbreytingar sem verið er að vinna að hjá samtökunum og hvernig þær hafa áhrif á starfsemi FRV innan SI. Hins vegar fór Almar vítt og breitt yfir þá flóknu stöðu sem uppi er í efnahagslífinu og þær áskoranir sem félagsmenn SI standa frammi fyrir.

Erindi Almars má finna hér.

Tryggvi Jónsson flutti skýrslu stjórnar og fjallaði um starfsemi FRV á árinu, áskoranir líðandi stundar og verkefnin framundan.

Erindi og ársskýrslu FRV má finna hér.

Loks flutti Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, stutt erindi þar sem fjallað var um stöðu og þróun greinarinnar út frá nýjum hagtölum sem lýsa nú mun betur en áður greininni.

Erindi Bjarna Más má finna hér.