Fréttasafn  • Prentun

25. nóv. 2011

Dregur úr prentun bóka innanlands - óréttmæt mismunun

Bókasamband Íslands hefur gert könnun á prentstað íslenskra bóka sem getið er í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda 2011. Fjöldi titla sem prentaðir eru innanlands dragast saman um rúmlega 3 prósentustig milli ára en árið 2010 var 71,4% hlutfall á prentun bókatitla innanlands.

Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 690 í Bókatíðindunum í ár en var 710 árið 2010.

Eftirfarandi listi sýnir fjölda bóka prentaðra í hverri heimsálfu og hlutfall af heild.

                                     

                                      Fjöldi titla  %

Ísland                           470           68,1

Asía                              119           17,2

Evrópa                         100           14,6

Annað                          1               0,1

Samtals                         690           100%

 

Óréttmæt mismunun

Bækur og tímarit sem prentuð eru erlendis bera einungis 7% virðisaukaskatt í tolli en íslenskum framleiðendum/prentsmiðjum er gert að leggja á 25,5%. Þarna er um að ræða óréttmæta mismunun og hafa SI því hlutast til um að reka prófmál fyrir héraðsdómi Reykjavíkur þar sem þess er krafist að innlendir framleiðendur/prentsmiðjur sitji við sama borð og þeir sem flytja inn bækur og tímarit sem prentuð eru erlendis.