Fréttasafn  • Uppskeruhátíð8

18. nóv. 2011

Ári nýsköpunar ekki lokið...

Uppskeruhátíð Árs nýsköpunar var haldin í Listasafni Reykjavíkur sl. miðvikudag. En átakinu var hleypt af stokkunum í Marel 29. október fyrir ári síðan. Uppskeruhátíðin var vel sótt en til hennar  var boðið félagsmönnum SI og samstarfsaðilum.

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI fjallaði um helstu viðburði og afrek unnin á árinu í máli og myndum og lauk erindi sínu með því að tilkynna um framlengingu á átákinu: „Við komumst að því að eitt ár er alls ekki nægur tími til að auka veg nýsköpunar á Íslandi. Kannski var það aldrei raunhæft markmið og þar fyrir utan er svona verkefni aldrei fyllilega lokið. En við teljum að ýmislegt sé komið af stað, á stangli eru jafnvel þættir sem má segja að séu í höfn. En fjölmargt er enn varla komið af byrjunarreit.“

Orri sagði tækifæri Íslands til að nýta sér styrkleika sína og vera í fremsta flokki þjóða næstu áratugi vera ótalmörg. En að komast þangað sé ekki spretthlaup. „Við ákváðum því að segja þessu átaki okkar á Ári nýsköpunar ekki lokið að þessu sinni, heldur setja hér kommu, meta stöðuna og halda áfram á sömu braut.“

Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi hélt erindi um sköpun, nýsköpun, innblástur og eftirfylgni þar sem hann fór vítt og breytt um sviðið og byggði ekki síst á eigin reynslu sem frumkvöðull og athafnamaður.


Uppskeruhátíð7    Uppskeruhátíð6 
 Uppskeruhátíð5    Uppskeruhátíð4
 Uppskeruhátíð3    Uppskeruhátíð2