Fréttasafn  • gjaldeyrishoftin

14. des. 2011

Gjaldeyrishöftin: Ný skýrsla og afnámsáætlun

Í morgun kom út ný skýrsla Viðskiptaráðs um gjaldeyrishöftin þar sem fjallað er um kostnaðinn sem af þeim hlýst og efnahagsleg áhrif þeirra. Tilgangur með útgáfu skýrslunnar er að ýta á ný við umræðu um gjaldeyrishöftin með því að varpa ljósi á margvíslega skaðsemi þeirra fyrir íslenskt hagkerfi verði þau of lengi við lýði.

Samhliða gerð skýrslunnar hafði Viðskiptaráð frumkvæði að því að kalla til hóp sérfræðinga til að móta nýja áætlun um afnám hafta. Sú áætlun felur í sér metnaðarfulla en raunhæfa leið til afnáms hafta á um það bil einu ári, án þess að verulegur þrýstingur verði á gjaldeyrismarkað og kostnaði verði haldið í lágmarki. Skýrslan og áætlun hópsins voru kynnt á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs og SI sem fram fór í morgun.

Í hópnum sátu eftirtaldir:

  • Erlendur Magnússon, framkvæmdastjóri Total Capital Partners
  • Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands
  • Gylfi Magnússon, dósent við viðskiptafræðideild HÍ
  • Lúðvík Elíasson, hagfræðingur
  • Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins
  • Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX Iceland
  • Tanya Zharov, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Auðar Capital
  • Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingu

Það er von aðstandenda að umræðan sem skapast um efni þessarar skýrslna og tillögur vinnuhóps um nýja og markvissari áætlun um afnám gjaldeyrishafta verði til þess að íslenskt efnahagslíf losni sem fyrst úr viðjum gjaldeyrishafta. Það yrði stór áfangi á vegferð til heilbrigðara rekstrarumhverfis fyrirtækja og betri lífskjara fyrir þá sem Ísland byggja.

Skýrslu Viðskiptaráðs og greinagerð hópsins má finna hér:

Glærur af fundinum í morgun: