Fréttasafn



  • Borgartún 35

19. des. 2011

Samstarf um aðgerðir gegn langtímaatvinnuleysi

Samtök atvinnulífsins hafa í nánu samstarfi við aðildarsamtök sín undirbúið þátttöku í átakinu „Til vinnu" undanfarnar vikur. Átakið hefst í byrjun árs 2012 og munu aðgerðir í þágu langtímaatvinnulausra hafa forgang. Tryggja á allt að 1.500 atvinnuleitendum starfstengd úrræði, til viðbótar við þau úrræði sem í boði hafa verið. Sl. föstudagskrifuðu fulltrúar Samtaka atvinnulífsins, Alþýðusambands Íslands, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborgar, BSRB og ríkisstjórnar Íslands undir yfirlýsingu um samstarf um átakið.

Samband íslenskra sveitarfélaga og Reykjavíkurborg munu beita sér fyrir því að sveitarfélögin skapi a.m.k. helming starfa eða starfstengdra úrræða innan verkefnisins en fyrirtæki á almennum vinnumarkaði munu skapa hinn helminginn. Gert verður samkomulag um samstarf Vinnumálastofnunar og VIRK- starfsendurhæfingarsjóðs um þjónustu VIRK við þá atvinnuleitendur sem hafa skerta starfsgetu. Samtök atvinnulífsins munu ráðast í sérstakt kynningarátak meðal fyrirtækja innan sinna vébanda til að ná markmiðum um ný störf.

Sjá nánar á www.sa.is