Fréttasafn



  • MM og FDV- undirskrift

21. des. 2011

Múrarameistarafélag Reykjavíkur og Félag dúklagninga- veggfóðrarameistara ganga til liðs við Samtök iðnaðarins

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Múrarameistarafélags Reykjavíkur (MM) og Félags dúklagninga- og veggfóðrarameistara (FDV) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Helgi Magnússon, formaður SI, Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, Sigurður Heimir Sigurðsson, formaður MM og Jón Ólafsson, ritari FDV skrifuðu undir samningana.

Samtökin fagna þessum góða liðsauka og vænta mikils af auknum styrk og samtakamætti félaga í byggingariðnaði.

Aðstæður á byggingarmarkaði gera þörfina fyrir öflug heildasamtök enn brýnni en áður. Með breytingunni er lagður grunnur að enn sterkari samtökum sem gæta hagsmuna íslensks byggingariðnaðar. Nýverið gengu einnig til liðs við samtökin SART – samtök rafverktaka og Meistarafélag húsasmiða og starfa nú nær öll samtök atvinnurekenda í byggingariðnaði sameinuð undir merkjum Samtaka iðnaðarins.

Félagsmönnum SI fjölgaði úr rúmlega 900 í um 1400.