Fréttasafn: 2011 (Síða 2)
Fyrirsagnalisti
Hátíðarfundur í tilefni af þátttöku Íslands í World
Verkiðn, samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum stóð fyrir hátíðarfundi að lokinni World Skills International sem haldin var í London 2011. World Skills er alþjóðleg í starfsgreinum sem haldin er annað hvert ár og verður næst í 2013 í Leipzig í Þýskalandi.
Alþjóðleg athafnavika
Aðalfundur SUT 17. nóvember
Boðað er til aðalfundar Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) fimmtudaginn 17. nóvember nk. í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, 6. hæð.
Ár nýsköpunar - uppskeruhátíð
Samtök iðnaðarins bjóða félagsmönnum sínum, starfsfólki þeirra og samstarfsaðilum til Uppskeruhátíðar á Ári nýsköpunar.
Spennandi verkefni og miklir vaxtamöguleikar hjá líftæknifyrirtækjum
Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja, SÍL, hélt aðalfund sinn í liðinni viku. Fundurinn var haldin í húsakynnum Matís. Fyrirtækin Matís, Kerecis, DIS og Prokazyme kynntu starfsemi sína, en þau eru öll með aðstöðu í húsinu. Spennandi verkefni og miklir vaxtamöguleikar virðast vera hjá fyrirtækjunum.
Hönnunarteymið Stáss hlaut Skúlaverðalaunin 2011
Framhaldsskólanemar hugsa út fyrir BOXIÐ
BOXIÐ – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna fór fram í Háskólanum í Reykjavík sl. laugardag. Átta skólar tóku þátt í æsispennandi keppni sem lauk með sigri Verslunarskóla Íslands. Markmið keppninnar sem nú var haldin í fyrsta sinn er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.
Samtök iðnaðarins óska eftir afskiptum Fjármálaeftirlitsins
BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna haldin á morgun
Næstkomandi laugardag fer BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fram í Háskólanum í Reykjavík en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.
Hönnun eykur samkeppnisforskot fyrirtækja
verður haldin í höfuðstöðvum Arion Banka 9. nóvember nk. milli kl. 9:30 – 13:30. Á ráðstefnunni mun Anders Fanö frá Dansk Design Center, fjallar um reynslu DDC af þeirri verðmætasköpun sem felst í samstarfi hönnuða og fyrirtækja auk þess sem Thomas Harrit frá hinni margverðlaunuðu hönnunarstofu Harrit-Sörensen ApS segir frá árangursríkum verkefnum fyrirtækisins.
SI og forseti Íslands heimsækja FSu og fyrirtæki
Samtök iðnaðarins og forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson heimsóttu Fjölbrautarskóla Suðurlands og fyrirtæki á Selfossi og í Hveragerði í gær. Örlygur Karlsson skólameistari FSu tók á móti Orra Haukssyni, framkvæmdastjóra SI og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og sýndi þeim m.a. annars Hamar, verknámshús skólans þar sem þeim gafst tækifæri til að spjalla við nemendur.
Mentor hlýtur Nýsköpunarverðlaunin 2011
Mentor hlaut Nýsköpunarverðlaun Íslands árið 2011 sem afhent voru á Nýsköpunarþingi í gær. Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og einn af frumkvöðlum fyrirtækisins veitt verðlaununum viðtöku ásamt starfsfólki sínu.
Vaxtahækkun ekki í takt við efnahagsveruleika
Seðlabanki Íslands hækkaði í morgun stýrivesti um 0,25 prósentur. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir að þessi ákvörðun bankans hafi komið verulega á óvart og sé ekki í takt við það sem búist var við eða sé í takti við það sem undirliggjandi efnahagsástand gefi tilefni til.
Úthlutun fjár til vinnustaðanáms og starfsþjálfunar 2011
Mánudaginn sl. afhenti Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra í fyrsta sinn vilyrði fyrir styrkjum til vinnustaðanáms. Um er að ræða styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám og starfsþjálfun á vinnustað á grundvelli aðalnámskrár framhaldsskóla.
Átta skólar takast á í BOXINU – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna
Lið átta skóla etja kappi í BOXINU – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna 5. nóvember nk. Fjórtán skólar víðsvegar af landinu sendu lið í keppnina. Þau tóku þátt í forkeppni þar sem átta efstu liðin komust áfram
Eyjablikk og Litamálun bætast í hóp vottaðra fyrirtækja
Eyjablikk ehf. og Litamálun eru komin í hóp þeirra fyrirtækja sem fengið hafa staðfestingu á að þau fullnægi kröfum D-vottunar í áfangaskiptri gæðavottun SI.
SI saka Lýsingu um undanbrögð
Lögmaður Lýsingar lýsti því yfir í tölvupósti til skiptastjóra Kraftvélaleigunnar að fyrirtækið myndi una dómi Hæstaréttar í máli sem féll á föstudag en ætlar samt í mál við aðra viðsemjendur sína. Þetta kemur fram í frétt á visir.is. Samtök iðnaðarins segja það undanbrögð hjá Lýsing
Betware skrifar undir samning við Cirsa
Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur skrifað undir samning við Cirsa Gaming Corporation frá Spáni. Í samningnum felst að Cirsa mun nýta sér leikja- og hugbúnaðarlausn Betware fyrir Internet- og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni og í fleiri löndum.