Fréttasafn  • Boxid

27. okt. 2011

Átta skólar takast á í BOXINU – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Lið átta skóla etja kappi í BOXINU – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna 5. nóvember nk. Fjórtán skólar víðsvegar af landinu sendu lið í keppnina. Þau tóku þátt í forkeppni þar sem átta efstu liðin komust áfram.

Háskólinn í Reykjavík, Samtök iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í Háskólanum í Reykjavík 4. nóvember nk. Markmiðið með keppninni, sem fengið hefur nafnið BOXIÐ, er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. 

Fjórtán skólar víðsvegar af landinu sendu lið í keppnina. Þau tóku þátt í forkeppni þar sem átta efstu liðin komust áfram. Það eru: Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, Fjölbrautarskólinn í Garðabæ, Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn í Hamrahlíð, Tækniskólinn, Menntaskólinn í Reykjavík, Fjölbrautaskóli Suðurnesja, Verslunarskóli Íslands.

Hvert lið er skipað fimm einstaklingum. Keppnin felst í þrautabraut með nokkrum stöðvum og fara liðin á milli og leysa ólíkar þrautir á hverjum stað. Þrautirnar reyna bæði á hugvit og verklag.  

Fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins, Betware, Ístak, Marel, Mentor, Promens, Ölgerðin, og Össur, útbjuggu þrautirnar í samstarfi við fræðimenn frá HR.

Margmiðlunarskólinn er stuðningsaðili framkvæmdakeppninnar. Nemendur skólans munu sjá um að gera keppninni myndræn skil með upptökum, grafíkskri vinnu og vinnslu. 

Háskólinn í Reykjavík er opinn á keppnisdag Boxins og eru áhugasamir velkomnir að fylgjast með liðunum leysa þrautirnar.

Nánari upplýsingar um Boxið er að finna á http://boxid.ru.is