Fréttasafn  • Samtök upplýsingatæknifyrirtækja

15. nóv. 2011

Aðalfundur SUT 17. nóvember

Boðað er til aðalfundar Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja (SUT) fimmtudaginn 17. nóvember nk. í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, 6. hæð.

Fundurinn hefst kl. 8:30. Eftir hefðbundin aðalfundarstörf þar sem m.a. verður farið yfir skýrslu stjórnar og lýst kjöri stjórnar SUT næsta starfsár mun framkvæmdastjóri SI, Orri Hauksson fjalla um „Upplýsingatækni hjá hinu opinbera“.

Fundinum lýkur um kl. 9:30.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á katrin@si.is fyrir miðvikudaginn 16. desember.