Fréttasafn  • 2011heimsókn-FSu

2. nóv. 2011

SI og forseti Íslands heimsækja FSu og fyrirtæki

Samtök iðnaðarins og forseti Íslands, hr. Ólafur Ragnar Grímsson heimsóttu Fjölbrautarskóla Suðurlands og fyrirtæki á Selfossi og í Hveragerði í gær.

Örlygur Karlsson skólameistari FSu tók á móti Orra Haukssyni, framkvæmdastjóra SI og Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og sýndi þeim m.a. annars Hamar, verknámshús skólans þar sem þeim gafst tækifæri til að spjalla við nemendur. Síðan var haldið í hátíðarsal skólans þar sem Orri og Ólafur ávörpuðu nemendur og kennara. 

Tilgangur heimsóknarinnar var að ræða við nemendur um tengsl náms og atvinnulífs, þau fjölbreyttu störf sem standa til boða í mismunandi greinum iðnaðar og skort á verk-, tækni- og iðnmenntuðu starfsfólki sem margar greinar glíma við.

2011heimsókn-setAð skólaheimsókn lokinni var tekið hús á nokkrum fyrirtækjum. Farið var í Set þar sem Bergsteinn Einarsson, framkvæmdastjóri gekk með gestina um fyrirtækið. Faðir hans Einar Elíasson, stofnandi Sets tók síðan á móti þeim í Flug- og herminjasafninu sem hann á veg og vanda af.

Næsti áfangastaður var MS Selfoss þar sem rætt var við Guðmund2011heimsókn-MS Geir Gunnarsson, mjólkubússtjóra og Einar Sigurðsson, forstjóra, gengið um fyrirtækið og fræðst um starfsemina.Þá var haldið til Hveragerðis og farið í Kjörís. Valdimar Hafsteinsson, framkvæmdastjóri og Guðrún Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri tóku vel á móti gestunum, sýndu þeim ísgerðina og buðu að smakka á 2011heimsókn-kjörísframleiðslunni.
Síðasti viðkomustaðurinn var líftæknifyrirtækið Prokatín sem m.a. er að rannsaka þróun á framleiðslu prótína með vetnisnýtandi örverum við Hellisheiðarvirkjun. Áhugaverðar rannsóknir sem Jakob K. Kristjánsson, stjórnarformaður og Arnþór Ævarsson, framkvæmdastjóri gerðu gestunum grein fyrir. 2011heimsókn-prokatín


Auk Orra og Ólafs Ragnars voru með í ferðinni Katrín Dóra Þorsteinsdóttir og Rakel Pálsdóttir frá SI og Árni Sigurjónsson frá forsetaembættinu.