Fréttasafn



  • Skúlaverðlaunin 2011

7. nóv. 2011

Hönnunarteymið Stáss hlaut Skúlaverðalaunin 2011

Sýningin HANDVERK OG HÖNNUN  í Ráðhúsi Reykjavíkur 2011 var opnuð þann 3. nóvember að viðstöddu fjölmenni. Þetta er í sjötta sinn sem sýningin er haldin og hefur gróskan og fjölbreytnin aldrei verið meiri, en 63 aðilar sýna verk sín.

Skúlaverðlaunin 2011 - Verðlaun fyrir besta nýja hlutinn

Hönnunarteymið Stáss design skipað þeim Árnýju Þórarinsdóttur og Helgu Guðrúnu Vilmundardóttur hlaut Skúlaverðlaunin 2011 fyrir „Torfbæinn” á  sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsinu. „Torfbærinn” er hitaplattar.

Verðlaunin eru styrkt af Samtökum iðnaðarins og afhenti Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI þau sl. fimmtudag við opnun sýningarinnar.

Skúlaverðlaunin eru veitt fyrir besta nýja hlutinn meðal þátttakenda. Tæplega fimmtíu tillögur bárust að þessu sinni frá 30 aðilum. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem var frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.

Faglega valnefnd skipuðu Anna Leoniak arkitekt og vöruhönnuður og Ólöf Erla Bjarnadóttir leirlistamaður. Niðurstaða valnefndar var að veita tvær viðurkenningar auk Skúlaverðlaunanna. Sigrún Ólöf Einarsdóttir glerlistakona í Bergvík fékk viðurkenningu fyrir glermortél og teymið Postulína (Guðbjörg Káradóttir og Ólöf Jakobína Ernudóttir) fyrir Gull, reykelsi og myrru, sem eru hálfkúlur sem notaðar til skrauts.