Fréttasafn  • World-Skills

17. nóv. 2011

Hátíðarfundur í tilefni af þátttöku Íslands í World

Verkiðn, samtök um keppnir í iðn- og verkgreinum stóð fyrir hátíðarfundi að lokinni World Skills International sem haldin var í London 2011. World Skills er alþjóðleg keppni í starfsgreinum sem haldin er annað hvert ár og verður næst í 2013 í Leipzig í Þýskalandi.

Meginmarkmið fundarins var að gleðjast með íslensku þátttakendunum í London, þeim Jóhönnu Stefnisdóttur sem keppti í hársnyrtiiðn, Friðriki Óskarssyni sem keppti í pípulögn og Arnari Helga Ágústssyni sem keppti í rafvirkjun.

Samtök iðnaðarins veittu Jóhönnu, Friðriki og Arnari bókargjöf sem viðukenningu fyrir góða frammistöðu, en þau kepptu við um 950 iðnnema frá 58 þjóðlöndum. Keppt er í 46 greinum og voru gestir að þessu sinni um 200 þúsund.

Jafnframt var Íslandsmótið í iðn- og verkgreinum, Skills Iceland, sem haldið verður 9. og 10. mars 2012 kynnt.

Þegar hafa farið fram kynningar á því í iðnmenntaskólum landins og standa vonir til að fjöldi keppenda og keppnisgreina aukist frá 2010. Íslandsmótið er jafnframt góður undirbúningur fyrir þá sem vilja taka þátt í Leipzig 2013.

Að Verkiðn standa, Bílgreinasambandið, FBM, Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík, Iðnmennt, MATVÍS, Meistarasamband byggingarmanna, Rafiðnaðarsambandið, SAF, Samiðn, Samtök iðnaðarins, SART og VM.

Nánari upplýsingar er að finna á www.verkidn.is