Fréttasafn  • Athafnavika_logo_isl

16. nóv. 2011

Alþjóðleg athafnavika

Alþjóðleg athafnavika fer fram dagana 14. – 20. nóvember 2011 og tengir saman fólk og hugmyndir um allan heim, þvert á öll landamæri og menningarstrauma. Í athafnavikunni gefst fólki kostur á að sækja viðburði sem hannaðir eru til þess að kynna leiðir til að nýta hæfileika sína til nýsköpunar, athafnasemi og frumkvöðlahugsunar. Með þessu frumkvæði mun næsta kynslóð frumkvöðla fá innblástur og hvatningu til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd.

Nánari upplýsingar um atburði.