FréttasafnFréttasafn: 2011 (Síða 3)

Fyrirsagnalisti

21. okt. 2011 : Fyrirtæki í skjóli bankanna þremur árum eftir hrun

Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Augljós skekkja á markaðinum segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI.

21. okt. 2011 : Fyndnir milljarðar frá útlöndum

Á dögunum kom í ljós að alþjóðafyrirtækið Alcoa hefur gefist upp á að reyna að reisa verksmiðju á Bakka við Húsavík. Undirbúningur verkefnisins hefur staðið í meira en fimm ár og kostað félagið á annan milljarð króna í beinan útlagðan kostnað, auk þúsunda vinnustunda starfsfólks félagsins við verkefnið víða um heim.

20. okt. 2011 : Gengistrygging fjármögnunarleigusamninga dæmd ólögleg í Hæstarétti

Hæstiréttur felldi í dag dóm um að fjármögnunarleigusamningar eru ólögleg erlend lán. Dómurinn er í samræmi við hæstaréttardóm um kaupleigusamninga sem féll í fyrrasumar. Niðurstaðan gríðarlega mikilvæg fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem fjármögnuðu tæki og tól með þessum samningum.

20. okt. 2011 : Gullsmiðadagurinn

Laugardaginn 22. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn. Gullsmiðir bjóða þennan dag gestum og gangandi að koma með uppáhaldsskartgripinn sinn, fá létt þrif á honum og spjalla við fagmanninn.

20. okt. 2011 : Nýtt rit um umhverfisvottanir

Út er komið rit um umhverfisvottanir, umhverfismerki og samfélagslega ábyrgð fyrirtækja. Gefið er yfirlit yfir vottanir og staðla sem standa fyrirtækjum til boða. Rætt er við aðila sem hafa reynslu af því að taka upp umhverfisstjórnun eða hafa fengið vottun á vörur og þjónustu.

18. okt. 2011 : Myllan hlýtur Fjöreggið á Matvæladegi MNÍ 2011

Fjölmenni er á Matvæladegi MNÍ sem haldinn er í dag. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar er heilsutengd matvæli og markfæði. Í upphafi ráðstefnunnnar afhenti Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Myllunni Fjöregg MNÍ fyrir lofsvert framtak á sviði matvæla eða næringar.

18. okt. 2011 : Ekkert álver á Bakka – Enn einn erlendi fjárfestirinn hverfur frá

Alcoa tilkynnti í gær að hætt hefði verið við byggingu álvers á Bakka við Húsavík. Þar með hverfur enn einn erlendi fjárfestirinn frá fjárfestingum á Íslandi, þrátt fyrir að hafa varið mörgum árum og á annan milljarð í undirbúning. Alcoa hefur í samvinnu við heimamenn fyrir norðan, Landsvirkjun og stjórnvöld unnið að þessu verkefni síðan 2005.

17. okt. 2011 : 12% í svartri vinnu

Af 6.176 kennitölum starfsmanna á 2.136 vinnustöðum, sem starfsmenn átaks ríkisskattstjóra, ASÍ og SA heimsóttu, reyndust 737 þeirra, eða 12%, ekki vera á staðgreiðsluskrá, þ.e. stunda svarta vinnu. Fjallað er um málið í Morgunblaðinu í dag.

11. okt. 2011 : Hugvitið er næsta stórvirkjun þjóðarinnar - Samhljómur í stefnu stjórnvalda og hugverkaiðnaðar

Fulltrúar tækni-og hugverkafyrirtækja, stuðningsaðilar og alþingismenn komu saman í fjórða sinn á Tækni- og hugverkaþingi 2011 sl. föstudag undir kjörorðinu Nýsköpun – uppspretta verðmæta.

11. okt. 2011 : Boxið - Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Samtök Iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Markmiðið með keppninni, sem fengið hefur nafnið BOXIÐ, er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði. Keppnin fer fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 4.- 5. nóvember 2011.

29. sep. 2011 : Ný stjórn kosin á aðalfundi IGI

Á aðalfundi IGI – samtaka íslenskra tölvuleikjaframleiðenda  sem haldinn var miðvikudaginn 28. september var kosinn ný stjórn. Nýr formaður er Sigurður Eggert Gunnarsson frá Gogogic en hann tekur við kyndlinum af Sigurlínu V. Ingvarsdóttur hjá CCP.

28. sep. 2011 : Fjallað um málm í fyrsta hádegiserindi Toppstöðvarinnar og SI

Fyrsta hádegiserindi Toppstöðvar og Samtaka iðnaðarins fór fram í dag í húsnæði Toppstöðvarinnar. Daníel Óli Óðinsson, framkvæmdastjóri Járnsmiðju Óðins fjallaði um málm og eiginleika hans, framboð til framtíðar, vinnslumöguleika, horfur og þróun.

28. sep. 2011 : Evrópska fyrirtækjavikan 2011 - fjöldi áhugaverðra viðburða í boði

Tvö undanfarin ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða evrópska fyrirtækjavikan. Í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlum sem eru að takast á við það ferli sem fylgir frumkvöðlastarfi öðru sinni og nú með nýja eða breytta hugmynd í farteskinu.

27. sep. 2011 : Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu bankalausnina

Meniga hlaut verðlaun fyrir bestu bankalausn ársins þegar „Banking IT-Innovation 2011“ verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti á Business Engineering Forum í Austurríki sl. fimmtudag. Verðlaunin voru veitt fyrir þá tæknilausn sem þótti skara fram úr og skila viðskiptavinum banka- og fjármálafyrirtækja mestum ávinningi.

27. sep. 2011 : Engifer drykkurinn aada fær verðlaun

Engiferdrykkurinn aada vann síðastliðinn fimmtudag í alþjóðlegri drykkjavörukeppnni Water Innovation Awards  sem haldin var í Río de janero í Brazilíu í síðastliðinni viku. Í keppninni tóku þátt 80 aðilar frá 25 löndum og var keppt í 11 flokkum.

23. sep. 2011 : Nýtt vinnslukerfi frá Marel á leið til Pacific Andes í Kína

Marel hefur skrifað undir samning við kínverska fiskvinnslufyrirtækið Pacific Andes um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á nýju vinnslukerfi fyrir hvítfisk. Verður línan sett upp í vinnslustöð fyrirtækisins í Qingdao.

21. sep. 2011 : Landsmenn vilja kjósa

Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september.

20. sep. 2011 : Stefnumót og upplýsingafundur um tækifæri til nýsköpunar á menntasviði

Stefnumót og upplýsingafundur um tækifæri til nýsköpunar á menntasviði var haldinn á Grand hóteli í gær. Markmið fundarins var að kynna nýja markáætlun Tækniþróunarsjóðs um klasasamstarf á menntasviði, gefa fyrirtækjum kost á því að koma á framfæri hugmyndum að fjölbreyttum lausnum á menntasviði og gefa menntastofnunum tækifæri á því að kynna þarfir fyrir nýsköpun á menntasviði.

17. sep. 2011 : Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

Phillippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUOROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu) flutti í gær erindi á opnum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Þar ræddi hann um hagvaxtarhorfur í Evrópu, evruna, stöðu atvinnulífsins, og leiðir til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í álfunni og bæta lífskjör.

17. sep. 2011 : Matardagar 2011 og Full borg matar

Matarhátíðin Full borg matar og Matardagar 2011 í Kópavogi standa yfir nú um helgina. Dagskráin er sneisafull af skemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna.

Síða 3 af 10