• Boxid

11. okt. 2011

Boxið - Framkvæmdakeppni framhaldsskólanna

Háskólinn í Reykjavík, Samtök Iðnaðarins og Samband íslenskra framhaldsskólanema standa fyrir framkvæmdakeppni framhaldsskólanna. Markmiðið með keppninni, sem fengið hefur nafnið BOXIÐ, er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

Keppnin fer fram í Háskólanum í Reykjavík dagana 4.- 5. nóvember 2011.

Allir framhaldsskólar landsins geta sent lið í keppnina og skal hvert lið skipað fimm einstaklingum úr viðkomandi skóla. Um þrautabraut verður að ræða með nokkrar stöðvum og fara liðin á milli og leysa eina þraut á hverjum stað. Þrautirnar reyna á hugvit og verklag. Fyrirtæki úr ólíkum greinum iðnaðarins sjá um og útvega efni í þrautir sem lagðar verða fyrir liðin. Fræðimenn frá HR aðstoða fyrirtækin við að koma saman heppilegum þrautum. Einnig verða kennarar á staðnum meðan á samkeppninni stendur. Margmiðlunarskólinn er stuðningsaðili framkvæmdakeppninnar. Nemendur skólans munu sjá um að gera keppninni myndræn skil með upptökum, grafíkskri vinnu og vinnslu.

Sjá nánari upplýsingar um keppnina hér

 


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.