Fréttasafn



  • Vinnuvélar

20. okt. 2011

Gengistrygging fjármögnunarleigusamninga dæmd ólögleg í Hæstarétti

Hæstiréttur felldi í dag dóm um að fjármögnunarleigusamningar eru ólögleg erlend lán. Dómurinn er í samræmi við hæstaréttardóm um kaupleigusamninga sem féll í fyrrasumar.

Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms frá því  í vor. 

Í dómi Hæstréttar segir „Þegar framangreind atriði eru virt í heild verður að telja að þótt umræddur samningur 16. ágúst 2007 sé nefndur fjármögnunarleigusamningur sé það heiti nafnið tómt. Verður að líta svo á að í raun hafi Glitnir banki hf. veitt Kraftvélaleigunni ehf. lán til kaupa á vinnuvél, sem bankinn kaus að klæða í búning leigusamnings. Verður því lagt til grundvallar að hér hafi verið um að ræða lánssamning“

„Þessi niðurstaða er gríðarlega mikilvæg fyrir þau fjölmörgu fyrirtæki sem fjármögnuðu tæki og tól með þessum samningum. Eiginfjárstaða margra mun batna og reksturinn verður léttari.  Samtök iðnaðarins fagna dómnum“ segir Árni Jóhannsson forstöðumaður mannvirkjasviðs Samtaka iðnaðarins.

Lesa dóminn í heild