Fréttasafn  • Á Guðmundsson

21. okt. 2011

Fyrirtæki í skjóli bankanna þremur árum eftir hrun

Fréttablaðið greindi frá því í gær að bankinn hefði nýverið aukið hlutafé Pennans, sem er í 100% eigu félags í eigu Arion, um 200 milljónir króna þrátt fyrir að fyrirtækið hefði tapað rúmum milljarði króna á síðustu tveimur árum. Til viðbótar lánaði Arion Pennanum 500 milljónir króna í fyrra.

Í frétt á visi.is segir Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI að þarna sé augljós skekkja á markaðinum sem getur verið verjanleg í einhvern örskamman tíma en það gangi ekki að fyrirtæki sé enn í mjúkum faðmi bankanna þremur árum eftir hrun. Orri segist hafa miklar áhyggjur af því almennt að bankar taki fyrirtæki í fangið og styðji við þau á samkeppnismarkaði. „Í þessu tilfelli eru það húsgagnaframleiðendur sem eru að keppa við starfsemina og finnst sú staða sem er komin upp mjög ójöfn og ósanngjörn. Við höfum almennt verið að berjast fyrir því að bankarnir séu ekki að halda lífinu í starfsemi sem er ekki sjálfbær.“

Í fréttinni er einnig rætt við Skúla Rósantsson, eiganda húsgagnaverslunarinnar Casa og Guðmund Ásgeirsson, framkvæmdastjóri Á. Guðmundsson sem eru allt annað en sáttir.

Lesa frétt á visi.is