Fréttasafn



  • Betware_Gaming_Platform

24. okt. 2011

Betware skrifar undir samning við Cirsa

Íslenska hugbúnaðarfyrirtækið Betware hefur skrifað undir samning við Cirsa Gaming Corporation frá Spáni. Í samningnum felst að Cirsa mun nýta sér leikja- og hugbúnaðarlausn Betware fyrir Internet- og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni og í fleiri löndum.  

Betware sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun fyrir leikjaiðnaðinn og starfar einungis með fyrirtækjum sem hafa tilskilin leyfi frá yfirvöldum í sínu landi. 

Fyrir Betware er þetta stór áfangi í markaðs- og sölustarfi fyrirtækisins sem mun efla fyrirtækið til frekari vaxta. Cirsa er fjórði erlendi viðskiptavinur fyrirtækisins en fyrir eru stór fyrirtæki á borð við danska ríkislóttóið, spænska ríkislottóið  og fylkislottóið í Bresku Kólumbíu í Kanada auk Íslenskrar Getspár.

Cirsa er með höfuðstöðvar á Spáni. Fyrirtækið er leiðandi á heimsvísu í leikjaiðnaði og taldir vera fremstir á sínu sviði á Spáni. Afkoma fyrirtækisins á árinu 2010 nam EUR 1.774 milljónir. Cirsa rekur 32 hefðbundna spilasali, 83 rafræna spilasali, 32.500 spilakassa, 88 bingósali og 139 íþróttaspilasali á Spáni, Ítalíu og Mið- og Suður Ameríku. Fyrirtækið er meðal annars helsti styrktaraðili stórliðsins Real Betis á Spáni. 

Samkeppnin á leikja- og hugbúnaðarmarkaðnum er mikil. Það að stór fyrirtæki á borð við Cirsa velji Betware er enn frekari staðfesting á gæðum hugbúnaðar fyrirtækisins. Hugbúnaðurinn er þróaður með það að markmiði að mæta þörfum kröfuhörðustu leikjafyrirtækja og ströngustu skilyrða yfirvalda um öryggi og ábyrga spilahegðun í viðkomandi landi.  

Jafnframt teljum við þetta vera jákvætt fyrir leikja- og hugbúnaðargeirann á Íslandi og sýnir enn frekar að Ísland er gríðarlega framarlega á þessu sviði. Hjá Betware starfa nú rúmlega 100 starfsmenn á Íslandi, Danmörku, Spáni, Póllandi og Kanada. Betware hefur á undanförnum misserum verið að fjölga starfsmönnum og það er trú okkar að þessi samningur ásamt fleiri samningnum sem eru í vinnslu muni styðja enn frekar við uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins innanlands.   

Um Betware 

Betware er framsækið íslenskt hugbúnaðarfyrirtæki á sviði leikja- og hugbúnaðarlausna með yfir 15 ára reynslu á sínu sviði.  Fyrirtækið hefur fengið ISO 270001 öryggisvottun og SCS vottun frá World Lottery Association. Betware sérhæfir sig í hugbúnaðarþróun fyrir leikjaiðnaðinn og starfar einungis með fyrirtækjum sem hafa tilskilin leyfi frá yfirvöldum í sínu landi.

Betware varð fyrsta fyrirtækið í sínum geira til að bjóða upp á Internet leikjalausnir þegar fyrirtækið kom á laggirnar getraunaleik fyrir Íslenskar Getraunir árið 1996. Allt frá stofnun hefur fyrirtækið lagt áherslu á að þróa leikjalausnir fyrir leikjafyrirtæki (t.d. ríkislotterí) sem gerir þeim kleift að auka tekjur sínar með sölu leikja í gegnum Internet og farsíma. 

Betware býður viðskiptavinum sínum upp á alhliðalausn fyrir leiki á Internetinu. Betware býður upp á lotto-, skafmiða-, casino-, póker-, bingó- og afþreyingarleiki. Lausn fyrirtækisins gerir viðskiptavinum jafnframt kleift að bæta ofan á lausnina leikjum frá þriðja aðila. 

Auk Cirsa eru meðal viðskiptavina Betware Íslensk getspá, Íslenskar getraunir, danska ríkislóttóið, spænska ríkislottóið  og fylkislottóið í Bresku Kólumbíu í Kanada.

Hjá Betware starfa ríflega 100 starfsmenn. Höfuðstöðvar Betware eru á Íslandi, auk þess sem fyrirtækið er með skrifstofur í Danmörku, Spáni, Póllandi og Kanada. 

Frekari upplýsingar um Cirsa 

Cirsa Gaming Corporation is a world leader in the leisure and gaming industry, and the top Spanish company in the sector. The company had an operating income of 1,774 million euro in 2010. It has 32 traditional casinos, 83 electronic casinos, 32,500 recreational machines, 88 bingo halls, 140 gaming halls, 139 sports betting centres, 1,250 lottery terminals and 2,583 video lottery terminals in Spain, Italy and Latin America.