Fréttasafn



  • Álframleiðsla

13. nóv. 2009

Áliðnaðurinn á Íslandi

Á þessu ári eru 40 ár síðan framleiðsla á áli hófst á Íslandi. Árleg framleiðslugeta áliðnaðarins á Íslandi er nú um 800.000 tonn en til samanburðar eru árlega framleiddar um 40 milljónir tonna af áli í heiminum. Á síðasta ári námu tekjur af útflutningi áls 182 milljörðum króna eða um 40% af vöruútflutningstekjum.

Þetta er meðal þeirra fjölmörgu upplýsinga sem koma fram í yfirliti sem Samtök iðnaðarins hafa tekið saman um áliðnaðinn á Íslandi. Yfirlitið er síður en svo tæmandi en er ætlað að veita innsýn á aðgengilegan og einfaldan hátt á umsvif áliðnaðarins.  

Hér er hægt að sjá yfirlitið í heild.