Fréttasafn



  • Umbudalaus_umrada_Radstefna

18. nóv. 2009

Málþing um neyslu og úrgangsmál

Fenúr og Félag umhverfisfræðinga efnir til málþings um neyslu og úrgangsmál undir yfirskriftinni Umbúðalaus umræða föstudaginn 20. nóvember, kl. 10.00 - 16.00 í Sunnusal á Hótel Sögu. Markmiðið er að vekja umræðu um stöðu neyslumenningar og úrgangsmála hérlendis, hvetja til hraðari innleiðingu vistvænni leiða í vöruhönnun og úrgangsmálum og skapa vettvang fyrir samvinnu milli ólíkra aðila sem tengjast þessum málaflokkum.

Ráðstefnugjald 3000 kr. Nemar fá frítt gegn framvísun skólaskírteinis. Boðið verður upp á hádegisverð á 2000 kr. Vinsamlegast skráið þátttöku á ráðstefnuna og í hádegisverð á netfangið ragna.halldorsdottir@sorpa.is fyrir 17. nóvember.

Sjá dagskrá.