Fréttasafn



  • Skúlaverðlaunin 2009

2. nóv. 2009

Fríða Jónsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2009

Fríða Jónsdóttir gullsmiður hlaut Skúlaverðlaunin 2009 fyrir verkið “Fjölin hennar ömmu” á sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsinu. Fríða hannaði skartgripalínu sem byggir á munstrum í fjöl sem amma hennar skar út.

Verðlaunin eru styrkt af SI og framkvæmdastjóri samtakanna, Jón Steindór Valdimarsson afhenti þau sl. föstudag. 

Efnt var til verðlaunasamkeppni um besta nýja hlutinn meðal þátttakenda í sýningunni. Rúmlega fjörutíu tillögur bárust frá 22 aðilum. Verðlaunin eru kennd við Skúla Magnússon fógeta sem er frumkvöðull smáiðnaðar í Reykjavík.

Faglega  valnefnd skipuðu Anna Snædís Sigmarsdóttir myndlistarmaður og kennari í Tækniskóla Íslands og Helga Björg Jónasardóttir vöruhönnuður. Niðurstaða valnefndarinnar var að veita tvær viðurkenningar auk Skúlaverðlaunanna. Inga Elín fékk viðurkenningu fyrir verkið “Skeljar” sem eru kertastjakar úr þunnu postulíni og Margrét Guðnadóttir fékk viðurkenningu fyrir verkið “Hangandi hnoðri” sem er spiladós úr íslenskri óklipptri gæru.. 

Hægt er að sjá vinningshlutina á sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsinu sem stendur til 2. nóvember 2009 og er opin sem hér segir:

Sunnudagur 1. nóvember kl. 12 – 18

Mánudagur 2. nóvember kl. 10 - 19