Fréttasafn  • Kyr_a_beit

10. nóv. 2009

Alþjóðleg matvælaráðstefna í Reykjavík 16.-17. nóvember

Alþjóðleg ráðstefna um matvælaframleiðslu á Norðurlöndum Nordic values in the Food Sector; The way forward in a global perspective“ verður haldin á Grand Hótel Reykjavík 16. – 17. nóvember nk., en ráðstefnan er liður í formennskuáætlun Íslands í norrænu samstarfi um matvælamál. Þema ráðstefnunnar er,,Hollusta frá hafi og haga til maga” með sjálfbærni, hreinleika, hollustu og rekjanleika að leiðarljósi.

Þekktir fyrirlesarar munu fjalla um þau efni sem nú eru efst á baugi m.a.:

a) öryggi matvæla í hnattvæddri veröld með megináherslu á hagsmuni neytenda,
b) stöðu og sóknarmöguleika norræns matvælaiðnaðar á heimsmarkaði,
c) samspil sjálfbærni, hollustu og ímyndar matvæla á markaði og
d) á hvern hátt norræn menning, ímynd og sérstaða Norðurlandanna geti ýtt undir
nýsköpun.

Efni ráðstefnunnar höfðar til vísindamanna á sviði matvæla, aðila er sinna opinberri stefnumótun í matvæla- og matvælaöryggismálum, til eftirlitsaðila og stjórnenda matvælafyrirtækja auk neytenda.

Nánari upplýsingar og skráning á slóðinni: www.yourhost.is/nordicvalues2009