Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum
Föstudaginn 20. nóvember fer fram Dagur ungra fræðimanna í Evrópumálum á vegum Alþjóðamálastofnunar og Samtaka iðnaðarins. Málþingið verður í fyrirlestrarsal 132 í Öskju, frá klukkan 13 til 16. Þarna gefst ungum og/eða nýútskrifuðum fræðimönnum tækifæri til að kynna rannsóknarverkefni sín á sviði Evrópufræða. Þetta er í fjórða sinn sem dagurinn er haldinn.
Sjá dagskrá hér.