Vefur rafrænna viðskipta
Nýlega hófust hér á landi sendingar og móttaka rafrænna XML reikninga með svokölluðu NES/UBL sniði. Búið er að staðla einfaldan rafrænan reikning af NES umgjörð 4 með tækniforskriftinni TS135.
Um miðjan október var opnaður „Vefur um rafræn viðskipti“ á vefsvæði www.ut.is. Fjallað er um miðlun viðskiptaskeyta á milli aðila í íslensku umhverfi. Þarna er að finna handbók rafrænna viðskipta, þróunarverkefni, tækniforskriftir, EDIFACT staðla, samtök hérlendis og erlendis sem standa að útbreiðslu rafrænna viðskipta og reynsla þeirra.
Vefsvæði þetta verður í stöðugri þróun og haldið verður áfram að bæta við efni. Öll reynsla um rafræn viðskipti er vel þegin, svo og athugasemdir um hvað menn vilja sjá þarna og hverju megi bæta við. Athugasemdir má senda til icepro@icepro.is.