Fréttasafn  • Málmur

25. nóv. 2009

Erindi til Samkeppniseftirlitsins

Samtök iðnaðarins og MÁLMUR – samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði hafa sent erindi til Samkeppniseftirlitsins þar sem óskað er að tryggt verði að uppbygging og rekstur skipalyftunnar í Vestmannaeyjum verði ekki niðurgreiddur úr hafnarsjóði eða bæjarsjóði eins og stefnt er að.

Vitnað er í nýlegan úrskurð Eftirlitsstofnunnar EFTA (ESA) þar sem starfssemi upptökumannvirkja fyrir skip er skilgreind sem atvinnurekstur á frjálsum markaði.  Enda þótt hið opinbera geti tekið þátt í slíkum rekstri verður það að vera innan sömu marka og einkafjárfestar myndu telja ásættanleg út frá eðlilegri arðsemi. Gildir þá einu hvort um er að ræða framlög ríkisins, sveitafélaga eða annarra á þeirra vegum. Í erindinu til Samkeppniseftirlitsins er dregið í efa að í þessu tilviki sé reiknað með eðlilegri arðsemi.