Fréttasafn



  • Lög

16. jan. 2014

Breytingar á lögum

Samtök iðnaðarins hafa tekið saman yfirlit yfir nýsamþykktar breytingar á lögum sem SI hafa látið sig varða.

Nú rétt fyrir jól voru eftirfarandi lög og breytingar á lögum samþykkt á Alþingi:

  1.  Lög um breytingu á lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir (færanleg starfsemi og EB-gerðir: umhverfismerki, loftgæði og efri losunarmörk).

    http://www.althingi.is/altext/143/s/0495.html

    Megintilgangur þessara laga er að innleiða þrjár EB-gerðir og einnig að styrkja framkvæmd norræna umhverfismerkisins hér á landi. Þá er fjallað um færanlega starfsemi í þessum lögum. Þær EB-gerðir sem innleiddar sem hafa nú verið innleiddar eru reglugerð (EB) nr. 66/2010 um umhverfismerki ESB, tilskipun 2008/50/EB um gæði andrúmslofts og hreinna loft í Evrópu og tilskipun 2001/81/EB um landsbundin efri mörk losunar fyrir tiltekin loftmengunarefni.

    Umsögn SI: http://www.si.is/media/logfraedileg-malefni/Umsogn-um-95--mal-hollustuhaettir-ofl--(3).pdf

     

  2.  Lög um breytingu á tollalögum, nr. 88/2005, lögum um vörugjald, nr. 97/1987, lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988, lögum um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur, nr. 52/1989, og lögum um vörugjald af ökutækjum, eldsneyti o.fl., nr. 29/1993, með síðari breytingum (sektir, greiðslufrestur í tolli, sykurskattur og skilagjald vegna einnota drykkjarumbúða, vörugjald af bílum til útleigu o.fl.).

    http://www.althingi.is/altext/143/s/0475.html

    Markmið þessara breytinga á lögunum er að auðvelda framkvæmd tollalaga, laga um vörugjald og laga um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur og taka af öll tvímæli um atriði sem óskýr hafa verið í framkvæmd vegna orðalags þessara laga. Jafnframt er tvískipting greiðslu aðflutningsgjalda, vörugjalda og virðisaukaskatts í greiðslufresti framlengd út árið 2014.

    Umsögn SI: http://www.si.is/media/logfraedileg-malefni/Umsogn-um-breytingu-a-tollalogum-og-fleiru-205.-mal.pdf