Fréttasafn16. jan. 2014

Gulleggið 2014 - skilafrestur til 20. janúar

Frumkvöðlakeppnin Gulleggið er farin af stað í sjöunda sinn. Gulleggið er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og fá aðstoð við að stofna fyrirtæki.

Samhliða keppninni býðst þátttakendum að sitja námskeið og þiggja ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Allt frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.

Vegleg verðlaun eru í boði en samtals nemur verðlaunafé og aukaverðlaun keppninnar 3 milljónum króna.

Allar nánari upplýsingar er að finna á

www.gulleggid.is